AC Milan er að undirbúa tilboð í Romelu Lukaku framherja Chelsea sem var á láni hjá Inter Milan.
Lukaku var á láni hjá Inter á síðustu leiktíð og hefur líkað vel við lífið á Ítalíu.
Inter er í vandræðum með að fjármagna kaup á Lukaku og ætlar AC Milan að reyna að hopp inn.
Lukaku er þrítugur og á þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea en hann vill helst ekki vera áfram þar.
Gazzetta dello Sport segir Milan nú ræða það að leggja fram tilboð í Lukaku og vilji fá hann til að veita Olivier Giroud samkeppni í fremstu víglínu.