Manchester United ætlar að gera þriðja tilboð sitt í Mason Mount en Chelsea hefur játað sig sigraða.
Mount hefur látið félagið sitt vita að hann muni ekki gera nýjan samning og vilji fara.
Sky Sports segir að United muni reyna í þriðja sinn að ná samkomulagi við Chelsea. United bauð 50 milljónir punda í gær en því var hafnað.
Búist er við að samkomulagi náist á næstu dögum en Mount sjálfur hefur samið við United um kaup og kjör.
Sky Sports segir að United skoði hvort félagið geti lagt fram tilboð í Declan Rice en til þess þarf að selja leikmenn.
Sá möguleiki er sagður vera á borði að United bjóði West Ham að taka bæði Harry Maguire og Scott McTominay sem gætu verið hluti af kaupverðinu.