David Ornstein hjá The Athletic segir frá því að Manchester City muni í dag leggja fram tilboð í Declan Rice miðjumann West Ham.
West Ham hefur hafnað tveimur tilboðum frá Arsenal í Rice og sér City nú leik á borði.
Ornstein sem er einn virtasti íþróttablaðamaður Englands segir áhuga City gríðarlegan.
West Ham vill fá rúmar 100 milljónir punda fyrir Rice sem gæti þá fyllt í skarð Ilkay Gundogan á miðsvæði City.
Gundogan hafnaði nýjum samningi hjá City og heldur frítt til Barcelona en mál Rice ættu að taka á sig mynd á næstu dögum.
🚨 Manchester City expected to submit an offer to West Ham for Declan Rice today. #MCFC have serious interest in recruiting 24yo England midfielder + it is anticipated a formal bid will be lodged soon to rival Arsenal for signing @TheAthleticFC #WHUFC #AFC https://t.co/6ZNtsYPSOh
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 22, 2023