Cristiano Ronaldo kom sá og sigraði þegar Portúgal vann Ísland í Laugardalnum í fyrradag. Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í sínum 200 landsleik.
Gríðarleg eftivænting var fyrir komu hins 38 ára gamla Ronaldo til landsins í þessum sögulega leik.
Ronaldo var léttur í lund að leik loknum og ræddi við hina ýmsu fjölmiðla um þetta afrek sitt.
Hann fór reyndar fljótt af landi brott til að fara og vera með fjölskyldu sinni en hann er í sumarfríi næstu vikurnar.
„Ekki koma of nálægt,“ sagði Ronaldo við íslenska tökumanninn og minnti hann á að hann væri með hrukkur vegna aldurs.
Ronaldo brosti svo sínu breiðasta enda hafði hann tryggt þjóð sinni sigur í leiknum sem var hans 200 landsleikur.
Cristiano Ronaldo's response when the camera gets too close!
“Not too close, eh! Too many wrinkles” 🤣#EURO2024 #ICEPOR pic.twitter.com/QJxmpkm9e6
— HF (@hfworld_) June 21, 2023