Erling Haaland besti sóknarmaður í heimi er mættur heim til Noregs í stutt frí en líklega heldur hann svo til Spánar og slakar þar á.
Haaland fær frí næstu vikurnar eftir að landsleikir kláruðust.
Haaland raðaði inn mörkum með Manchester City á liðnu tímabili þar sem liðið vann hinn eftirsóttu þrennu.
Ungur drengur gekk upp að Haaland við komuna til Noregs og bað hann um mynd. Haaland gerði það en sá svo í hvaða bol drengurinn var.
Drengurinn var klæddur í Manchester United treyju og Haaland greip fyrir merkið á meðan myndin var tekin.
„Fáðu þér svo nýjan bol,“ sagði Haaland við drenginn unga þegar myndatöku var lokið.
Telja margir þetta tengjast tæklingu Roy Keane á Alfie Haaland faðir Erling, sú grófa tækling varð til þess að Alfie varð aldrei sami leikmaðurinn.
Fan: “Erling, can I have a picture?” Erling Haaland: “Wait… *Covers Manchester United badge* Take the picture now. Take another picture like that!” Erling Haaland: “Get yourself a new shirt!” 😂📷@tv2sport pic.twitter.com/TtfaFa2jdr
— Maria (@Maria1663060879) June 22, 2023