Luis Suarez framherji Gremio er að gefast upp á fótboltanum vegna sársauka í líkama hans.
Framherjinn knái samdi við Gremio í Brasilíu undir lok síðasta ár en áður lék hann í stutta stund með Nacional í Úrúgvæ.
Suarez hefur spilað 25 leiki fyrir Gremio en forseti félagsins segir hann vera á barmi þess að hætta.
Alberto Guerra forseti Gremio segir Suarez nálgast endastöð. „Hann er að komast að þolmörkum,“ segir Guerra í myndbandi.
Suarez er 36 ára gamall en hann hefur átt frábæran feril í Englandi, Hollandi og á Spáni.
Alberto Guerra falando sobre o Suárez: pic.twitter.com/IjiIgKVcgH
— Soccer News Grêmio (@soccergfbpa) June 21, 2023