Grindavík er komið upp í þriðja sæta Lengjudeildarinnar eftir sannfærandi sigur á Ægi á útivelli. Grindavík sem hefur átt í vandræðum með að skora var á skotskónum í þrígang í kvöld.
Símon Logi Thasaphong skoraði þrennu fyrir Grindavík í leiknum en Ægir er enn án sigurs í deildinni.
Á sama tíma unnu nýliðar Þróttar góðan sigur á Gróttu á heimavelli þar sem Hinrik Harðarson, sonur Harðar Magnússonar skoraði eitt marka liðsins.
Þróttur er með tíu stig líkt og Grótta eftir leikinn.
Ægir 1 – 3 Grindavík
0-1 Símon Logi Thasaphong
0-2 Símon Logi Thasaphong
1-2 Ivo Alexandre Pereira Braz
1-3 Símon Logi Thasaphong
Þróttur R. 2 – 1 Grótta
0-1 Grímur Ingi Jakobsson
1-1 Hinrik Harðarson
2-1 Jorgen Pettersen