Gianluca Di Marzio sem er nokkuð naskur blaðamaður segir Declan Rice færast nær því að ganga í raðir Manchester City.
Sagt var frá því í morgun að City ætlaði sér að bjóða í Rice en Arsenal hefur verið á eftir honum.
West Ham hefur hafnað tveimur tilboðum frá Arsenal í Rice.
Manchester City er hins vegar mætt í slaginn og Gianluca Di Marzio segir City telja sig geta klárað samkomulag við West Ham.
Ef marka má Di Marzio er Rice að færast nær Ethiad sem væri gríðarlegt áfall fyrir Mikel Arteta og hans lærisveina.
Declan #Rice getting closer to @ManCity: confidence to reach final agreement with @WestHam. @SkySport
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) June 22, 2023