Xabi Alonso þjálfari Bayer Leverkusen er líklegastur til að taka við Real Madrid á næsta ári þegar Carlo Ancelotti hættir.
Ancelotti er nánast búinn að ganga frá því að taka við landsliði Brasilíu þegar samningur hans er á enda.
Alonso átti farsælan feril sem leikmaður og lék meðal annars með Real Madrid.
Alonso hefur vakið nokkra athygli fyrir starf sitt hjá Leverkusen og var á blaði hjá Tottenham í sumar en vildi ekki hoppa á það.
Alonso lék meðl Real Madrid frá 2009 til 2014 en gæti nú snúið aftur til félagsins og til heimalandsins Spánar.