fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Grafalvarleg staða teiknuð upp á fundi í Laugardalnum – Óttast álitshnekki fyrir Ísland

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. júní 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku málefni Laugardalsvallar og þá stöðu sem er uppi. Líkur eru á að A-landslið karla og kvenna þurfi að leika heimaleiki sína erlendis.

Karlalandsliðið er að öllum líkindum á leið í umspil um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári, þeir leikir yrðu þá í mars á næsta ári.

Ljóst er að nánast ógjörningur er að spila á Laugardalsvelli þá þar sem völlurinn hefur ekki neinn hita undir sér.

„Vanda Sigurgeirsdóttir formaður ræddi málefni Þjóðarleikvangs. Vegna breytinga á mótafyrirkomulagi UEFA gætu A landslið karla og kvenna þurft að spila mikilvæga umspilsleiki heima og heiman í febrúar og mars á næsta ári. Verði engin breyting á aðstöðu þurfum við að leika heimaleiki okkar erlendis með tilheyrandi tilkostnaði, tekjutapi, líklega óhagstæðari úrslitum, og ekki síst mun ímynd íslenskrar knattspyrnu bíða álitshnekki,“ segir í fundargerð KSÍ.

Telur KSÍ að staðan sé grafalvarleg og að Reykjavíkurborg og ríkisstjórn þurfi að finna lausn á málinu í hvelli.

„Staðan er grafalvarleg og mikilvægt að grípa til aðgerða strax. Stjórn KSÍ óskar því eftir að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu fari í samskonar vinnuferli og málefni þjóðarhallar. Stjórn áttar sig á því að það muni taka einhvern tíma og því óskar stjórn eindregið eftir því að KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkisstjórn Íslands hefji strax viðræður um það forgangsmál að bæta aðstöðu á Laugardalsvelli til að við getum leikið okkar leiki á heimavelli eins og allar aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir í fundargerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar