Því er haldið fram í spænska blaðinu Marca að Bernardo Silva leikmaður Manchester City sé nálægt því að fara til Sádí Arabíu.
Silva lék sinn síðasta leik á tímabilinu á Laugardalsvelli í fyrradag með Portúgal.
Hann hefur undanfarin sumur verið orðaður við önnur lið en Silva er 28 ára gamall miðjumaður.
Peningarnir í Sádí Arabíu eru slíkir eð flestir leikmenn eiga erfitt með að segja nei við þeim.
PSG og Barcelona vilja fá Bernardo í sumar en það virðist allt stefna í það að hann fari frá Manchester City.
Ilkay Gundogan hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa City og hefur náð samkomulagi við Barcelona.