Manchester United íhugar að stelpa Declan Rice fyrir framan nefið á Arsenal.
Telegraph segir frá þessu.
Rice hefur verið orðaður við Arsenal lengi en West Ham hefur hafnað tveimur tilboðum Skyttanna í hann.
Síðasta tilboð Arsenal hljóðaði upp á 75 milljónir punda með möguleika á 15 milljónum punda til viðbótar.
United hefur einnig áhuga á Rice og hyggst félagið nýta sér það að West Ham hafi áhuga á Scott McTominay.
Rauðu djöflarnir íhuga að bjóða skoska miðjumanninn á móti sem hluta af skiptum.
Rice hefur einnig verið orðaður við Bayern Munchen og Manchester City.