Stórar fréttir hafa borist úr fótboltaheiminum því Ilkay Gundogan er að ganga í raðir Barcelona á frjálsri sölu.
Miðjumaðurinn kemur frá Manchester City, þar sem samningur hans er að renna út.
Gundogan skrifar undir tveggja ára samning við Barcelona með möguleika á árs framlengingu.
Eins og flestir vita eiga Börsungar í fjárhagsvandræðum en hafa þeir fengið grænt ljós á að semja við Gundogan.
Gundogan hefur verið á mála hjá City í sjö ár og átti ansi gott tímabil þegar liðið vann þrefalt fyrr í vor.
Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It’s done deal, signed few minutes ago. 🚨🔵🔴 #FCB
Gündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023