Cristiano Ronaldo kom sá og sigraði þegar Portúgal vann Ísland í Laugardalnum í gær. Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiksins í sínum 200 landsleik.
Gríðarleg eftivænting var fyrir komu hins 38 ára gamla Ronaldo til landsins í þessum sögulega leik.
Ronaldo leiddi íslensk börn inn á völlinn fyrir leikinn en íslensku krakkarnir gleymdu sér og urðu eftir þegar liðin fóru að labba af stað á völlinn.
Ronaldo sem er einn frægasti maður í heimi beið þá hinn rólegasti eftir börnunum sem komu að lokum til hans og leiddu hann út á völlinn.
Ronaldo var fyrirliði Portúgals en eins og sjá má á myndunum hér að neðan var Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands langt á undan honum út á völlinn, þar sem Ronaldo beið eftir að íslensku börnin kæmust með í gönguferðina út á völl.
Ronaldo er einn ótrúlegasti íþróttamaður allra tíma en hann leikur í dag með Al-Nassr í Sádí Arabíu og er tekjuhæsti íþróttamaður í heimi.
Sjá einnig:
Myndasyrpa frá Laugardalsvelli – Ronaldo hetjan í svekkjandi tapi