Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu staldraði ekki lengi við hér á landi eftir leikinn gegn Íslandi í gær.
Liðin mættust í undankeppni EM 2024 og eins og flestir vita nú fóru Portúgalir með sigur af hólmi.
Cristiano Ronaldo sjálfur gerði sigurmarkið í sínum 200. landsleik. Markið kom í blálokin sem var afar svekkjandi fyrir okkur Íslendinga.
Portúgalska liðið ákvað að fara beint heim eftir leik í stað þess að dvelja áfram í Reykjavík fram á morgundag.
Aðeins um tveimur tímum eftir að dómarinn flautaði til leiksloka voru Ronaldo og félagar flognir á brott.
Flestir leikmenn Portúgals eru á leið í gott frí eftir strembið tímabil með sínum liðum í Evrópuboltanum.