Spænski miðillinn Sport segir að Barcelona eigi í viðræðum við Paris Saint-Germain um hugsanlega endurkomu Neymar.
Brasilíumaðurinn yfirgaf Barcelona og varð dýrasti leikmaður í sögu PSG árið 2017.
Neymar hefur ekki alveg staðið undir væntingum í borg ástarinnar og samkvæmt nýjustu fréttum er PSG til í að leyfa honum að fara.
Ljóst er að Neymar þyrfti að lækka laun sín nokkuð til að snúa aftur til Barcelona. Félagið á í miklum fjárhagserfiðleikum.
Sjálfur er Neymar sagður vilja snúa aftur til Börsunga.