Newcastle United er búið að leggja fram tilboð í Sandro Tonali, leikmann AC Milan. The Athletic greinir frá.
Eddie Howe leitar nú að styrkingu fyrir lið sitt sem tryggði sér óvænt sæti í Meistaradeild Evrópu á nýafstaðinni leiktíð.
Miðsvæðið er í forgangi og þar gæti hinn 23 ára gamli Tonali reynst vænlegur kostur.
Tonali hefur verið á mála hjá Milan í þrjú ár og heillað mikið.
Tilboð Newcastle til AC Milan hljóðar upp á 50 milljónir evra.
Chelsea hefur einnig sýnt miðjumanninum áhuga.