Toni Kroos hefur skrifað undir nýjan samning við Real Madrid. Þetta staðfesti félagið í dag.
Þjóðverjinn er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2014. Miðjumaðurinn hefur verið lykilmaður á miðjunni.
Samningur Kroos var við það að renna út en hefur hann verið framlengdur um eitt ár.
Not done yet pic.twitter.com/IHgzC7CsDq
— Toni Kroos (@ToniKroos) June 21, 2023
Real Madrid er þá að semja við annan miðjumann, Dani Ceballos.
Sá er í öllu minna hlutverki á Santiago Bernabeu en vill vera áfram.
Samnigur Ceballos er að renna út en útlit er fyrir að þessi 26 ára gamli leikmaður verði áfram.
Dani Ceballos will sign new deal at Real Madrid this week, final details pending then it will be done. ⚪️⌛️ #RealMadrid
Decision to stay was made last week. https://t.co/Do9ip7UjTY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023