Angel Di Maria er á leið til Benfica á nýjan leik.
Hinn 35 ára gamli Di Maria er að verða samningslaus hjá Juventus, þar sem hann var í aðeins eitt tímabil.
Argentínumaðurinn er nú á leið á frjálsri sölu til Benfica. Mun hann skrifa undir eins árs samning.
Di Maria lék með Benfica eftir að hann kom frá heimalandinu árið 2007. Hann var á mála hjá portúgalska félaginu til 2010, en þá keypti Real Madrid kappann.
Nú snýr Di Maria aftur til Benfica.
Yes, Angel Di Maria is on verge to return to @SLBenfica – confirmed.
➡️ Talks about a one-year-contract
➡️ Roger Schmidt wants him!
➡️ Not 100 % done yet.Revealed via @FabrizioRomano. @SkySportDE 🇦🇷 pic.twitter.com/a0r2EaezcI
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 21, 2023