Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn til liðs við Blackburn frá CSKA Moskvu.
Arnór gerir eins árs samning við enska félagið.
Hinn 24 ára gamli Arnór er samningsbundinn CSKA í eitt ár til viðbótar en samkvæmt reglum FIFA má hann setja þann samning á ís vegna stríðs Rússlands og Úkraínu.
Arnór var á láni hjá Norrköping síðastliðið ár og stóð sig afar vel.
Arnór á að baki 27 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann gat ekki tekið þátt í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal á dögunum vegna meiðsla.
✍️ We are delighted to announce the arrival of highly-rated forward Arnor Sigurdsson from Russian Premier League side CSKA Moscow.
Velkominn, Arnor! 👋
🔗 https://t.co/SSBwO84mvs#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/AlO4JADCMG
— Blackburn Rovers (@Rovers) June 21, 2023