Þór/KA fór illa með Tindastól í lokaleik kvöldsins í Bestu deild kvenna.
Það var ekkert skorað í fyrri hálfleik en í þeim seinni gengu heimakonur á lagið.
Dominique Jaylin Randle kom þeim yfir áður en Karen María Sigurgeirsdóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir bættu við mörkum.
Hulda Ósk Jónsdóttir innsiglaði svo 5-0 sigur Þór/KA með tveimur mörkum.
Þór/KA er með 15 stig í fjórða sæti deildarinnar en Tindastóll er í því áttunda með 8 stig.
Þór/KA 5-0 Tindastóll
1-0 Dominique Jaylin Randle
2-0 Karen María Sigurgeirsdóttir
3-0 Una Móeiður Hlynsdóttir
4-0 Hulda Ósk Jónsdóttir
5-0 Hulda Ósk Jónsdóttir