Tveimur leikjum lauk nýlega í Bestu deild kvenna.
Keflavík tók á móti Val og krækti í gott stig gegn meisturunum. Linli Tu kom heimakonum yfir en Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði fyrir Val.
Fanndís Friðriksdóttir klikkaði svo á víti fyrir Val þegar vel var liðið á leikinn.
Keflavík 1-1 Valur
1-0 Linli Tu
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir
Breiðablik og Þróttur gerðu þá 2-2 jafntefli, Katrín Ásbjörnsdóttir kom Blikum yfir áður en Þróttarar sneru dæminu við. Heimakonur jöfnuðu þó leikinn á ný.
Breiðablik 2-2 Þróttur R.
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
1-1 Sierra Marie Lelii
1-2 Tanya Laryssa Boychuk
2-2 Taylor Marie Ziemer
Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, 3 stigum á undan Breiðabliki.
Þróttur er í fjórða sæti með 14 stig en Keflavík í því sjötta með 12.