Tveimur leikjum er lokið í Bestu deild kvenna það sem af er kvöldi.
FH heldur áfram að gera vel. Liðið vann sterkan 2-1 sigur á ÍBV á heimavelli. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð í öllum keppnum.
FH er í þriðja sæti með 16 stig.
FH 2-1 ÍBV
1-0 Shaina Faiena Ashouri
1-1 Holly Taylor O’Neill
2-1 Guðný Geirsdóttir (sjálfsmark)
Botnlið Selfoss vann þá sterkan sigur á Stjörnunni.
Bæði lið hafa valdið nokkrum vonbrigðum það sem af er leiktíð. Stjarnan er í sjöunda sæti með 11 stig en Selfoss á botninum með 7 stig.
Selfoss 2-1 Stjarnan
1-0 Barbára Sól Gísladóttir
1-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2-1 Jimena Lopez Fuentes