Arsenal hefur samið við Chelsea um kaupverðið á Kai Havertz. Kappinn kostar Skytturnar 65 milljónir punda.
Havertz er 24 ára gamall og hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2020. Hann er nú að fara að söðla um innan Lundúna.
Þjóðverjinn var ákveðinn í að komast til Arsenal og hefur þegar samið um sín kjör við félagið.
Havertz skoraði níu mörk í 47 leikjum á síðustu leiktíð.
🚨 Arsenal have reached an agreement in principle with Chelsea to sign forward Kai Havertz. Deal for 24yo Germany international is worth around £65m. Personal terms are already in place, attacker’s medical will follow in due course @TheAthleticFC #AFC #CFC https://t.co/B24O9cCnhF
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 21, 2023