West Ham hefur áhuga á því að fá Kalvin Phillips frá Manchester City sem hluta af kaupverði fyrir Declan Rice. ESPN greinir frá.
Rice hefur verið orðaður við Arsenal lengi en West Ham hefur hafnað tveimur tilboðum Skyttanna í hann.
Síðasta tilboð Arsenal hljóðaði upp á 75 milljónir punda með möguleika á 15 milljónum punda til viðbótar.
City gæti skorist í kapphlaupið um leikmanninn og notað Phillips, sem er í aukahlutverki, á móti.
Fyrr í dag var sagt frá því að Manchester United íhugaði einnig að stela Rice fyrir framan nefið á Arsenal. Félagið gæti nýtt sér það að West Ham hafi áhuga á Scott McTominay.
Rauðu djöflarnir íhuga að bjóða skoska miðjumanninn á móti sem hluta af skiptum.