Patrick Vieira kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri Leeds United. Sky Sports segir frá.
Frakkinn er án starfs eftir að hann var látinn fara frá Crystal Palace í vor.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Sam Allardyce var fenginn til að stýra liðinu út tímabilið í vor en honum tókst ekki að bjarga því.
Jesse Marsch hafði verið látinn fara frá Leeds fyrr á tímabilinu.
Leeds er því í stjóraleit og er Vieira einn þeirra sem er á blaði.
Auk þess horfir Leeds til Daniel Farke og Carlos Corberan.