Folarin Balogun, leikmaður Arsenal, hefur útilokað það að hann ætli að semja við annað félag á láni í sumar.
Balogun er 21 árs gamall og skoraði 21 mark í 37 leikjum fyrir Reims í Frakklandi á síðustu leiktíð.
Fyrir það var leikmaðurinn lánaður til Middlesbrough og skoraði þar þrjú mörk í 18 leikjum.
Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir bandaríska landsliðið nýlega og stefnir á að koma ferlinum almennilega af stað frekar en að fara eitthvað tímabundið.
,,Ég er ekki viss um hvaða viðræður eru framundan, ég veit ekki hvað mun eiga sér stað,“ sagði Balogun.
,,Ég einbeiti mér bara að núinu og horfi þangað. Augljóslega vil ég njóta augnabliksins með fjölskyldunni.“
,,Það sem ég get sagt er að ég mun klárlega ekki semja við annað félag á lánssamningi.“