Bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami gæti þurft að eyða gömlum ummælum á samfélagsmiðlum eftir mikla umræðu sem skapaðist í gær.
Inter Miami, sem er í eigu goðsagnarinnar David Beckham, setti athugsemd við mynd af Tom Brady og Cristiano Ronaldo í fyrra. Setti félagið tvær geitur (emojis) við myndina.
Nú er Lionel Messi genginn í raðir Inter Miami, en eins og flestir vita hefur verið mikil umræða um það í áraraðir hvor sé betri leikmaður, Messi eða Ronaldo.
Sá sem sér um samfélagsmiðla Inter Miami sá allavega ástæðu til þess að segja að það sé Ronaldo. Þá var Messi auðvitað ekki kominn til félagsins.
Ekki höfðu margir spáð í ummælunum fyrr en aðdáendur vöktu athygli á þeim í gær og í kjölfarið birtu enskir miðlar þau.
Messi er að ganga í raðir Inter Miami á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.