Útlit er fyrir það að Kyle Walker sé ekki á leið til Þýskalands eftir sögusagnirnar undanfarna daga.
Fjölmargir miðlar og blaðamenn fullyrtu það að Walker væri búinn að samþykkja að ganga í raðir Bayern Munchen.
The Daily Mail segir hins vegar að Walker vilji halda sig hjá Manchester City og er í viðræðum um framlengingu.
Þar hefur Walker leikið frá árinu 2017 en Bayern vildi fá hann í sínar raðir fyrir um 15 milljónir punda.
Walker er 33 ára gamall en hann ku aðeins hafa áhuga á því að halda sig í heimalandinu fyrir EM á næsta ári.