Það er hálfleikur í leik Íslands og Portúgal. Liðin mætast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2024.
Staðan er markalaus og hafa Strákarnir okkar staðið sig prýðilega gegn ógnarsterku liði.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter yfir leiknum hingað til.
Virkilega góð holning á Íslenska liðinu.
Frábær kafli min20-40. Ekkert pláss á milli lína. Sverrir og Gulli duglegir að pumpa upp línunni.
Seinustu 20min í leiknum verða Key. Hlakka til að sja hvernig við tæklum þær, var ekki gott gegn Slóvakíu á þeim kafla.#aframisland— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 20, 2023
Willum😍
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) June 20, 2023
… og blóm frá KSI. Lélegt að segja ekki frá því. https://t.co/tYoY5toD6R
— Henry Birgir (@henrybirgir) June 20, 2023
Fyrir Jón Dag gegn Dalot hingað til #fotboltinet pic.twitter.com/A2ueueuMAF
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) June 20, 2023
Það sem vantar eru bara gæðin sem Gylfi og Kolli höfðu í kringum og inni í teig. Í báðum þessum leikjum hefðum við komist yfir með þá inni á, varist frábærlega og líklega bætt við öðru með skyndisókn seinna í leiknum.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) June 20, 2023
Heyrðu við erum bara með Portugal í köðlunum!
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) June 20, 2023
Ég öfunda almennt ekki nokkurn mann. En það jaðrar við öfund hjá mér í garð 10 þúsund manna á Laugardalsvelli núna. Góða skemmtun! Þetta verður gaman. Áfram Ísland 💪
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) June 20, 2023
Djöfull náði Vanda góðri mynd fyrir grammið þarna
— Hallur Flosason (@hallurflosason) June 20, 2023
200 landsleikir @Cristiano Ronaldo. Alvöru stund á Laugardalsvelli #fotboltinet pic.twitter.com/eliTTHe15N
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 20, 2023
Willum lang bestur í þessu landsliði
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) June 20, 2023
Arnór Ingvi í þessum fyrri hálfleik 👏🏼
— Gummi Ben (@GummiBen) June 20, 2023
Góður þessi portúgalski leikþáttur í lok fyrri hálfleiks
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) June 20, 2023