Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur staðfest það að félagið ætli ekki að reyna við Kylian Mbappe í sumar.
Perez staðfesti þær fregnir í samtali við stuðningsmenn Real en staðfesti þá einnig að Joselu væri kominn til félagsins áður en þau skipti voru tilkynnt.
Real er að styrkja sig þessa dagana en Jude Bellingham kom einnig til félagsins frá Borussia Dortmund.
Mbappe er einn besti ef ekki besti framherji heims en hann er ekki á förum frá PSG í sumar til að ganga í raðir Real.
Útlit er fyrir að Mbappe muni spila fyrir PSG í allavega eitt tímabil í viðbót en draumur hans er að leika fyrir Real einn daginn.