Eigandinn litríki Aurelio De Laurentiis hefur staðfest það að Victor Osimhen sé ekki á förum frá félaginu í sumar.
Lið eins og Chelsea og Manchester United hafa verið orðuð við Osimhen sem skoraði 26 mörk á síðustu leiktíð.
De Laurentiis hefur nú greint frá því að Osimhen sé búinn að samþykkja að framlengja samning sinn um tvö ár.
Osimhen er 23 ára gamall og á nóg eftir af sínum ferli en hann vann gullskóinn í Serie A á síðustu leiktíð er Napoli vann titilinn.
Ekkert enskt félag er því að tryggja sér þjónustu Osimhen sem verður bundinn til ársins 2027.