Arnór Gauti Ragnarsson framherji Aftureldingar var Slippfélags leikmaður umferðarinnar að þessu sinni. Skoraði hann fjögur mörk í sigri Aftureldingar á Njarðvík.
Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar mótið er farið vel af stað og varla veikan blett að finna á liðinu.
„Það er mjög auðvelt, Arnór Gauti Ragnarsson,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Netgíró mark umferðinnar kom svo úr sama leik en allt þetta má sjá hér að neðan.