Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.
Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.
Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.
Markið var skorað í uppbótartíma og var lengi skoðað í VAR vegna mögulegrar rangstöðu en ekkert að lokum dæmt.
Margir eru á því að um rangstæðu hafi verið að ræða en VAR er ekki á því, á mynd af atvikinu sést að það stendur afar tæpt.
Hörður Björgvin Magnússon sat eftir í varnarlínu Íslands og gerði Portúgalana mögulega réttstæða.
Ísland kláraði leikinn manni færri en Willum Þór Willumsson fékk að líta sitt annað gula spjald er níu mínútur voru eftir.
Þriðja tap Íslands í riðlakeppninni raunin og er útlitið afskaplega svart fyrir framhaldið.