Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.
Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.
Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.
Markið var skorað í uppbótartíma og var lengi skoðað í VAR vegna mögulegrar rangstöðu en ekkert að lokum dæmt.
Markið má sjá hér.
GOAL NUMBER 838 AND INTERNATIONAL GOAL NUMBER 123 FOR THE GREATEST PLAYER OF ALL TIME CRISTIANO RONALDO. 🐐pic.twitter.com/se9LTn8P3Y
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) June 20, 2023