Emil Hallfreðsson leikmaður telur afar ólíklegt að hann semji við FH í sumar og telur ólíklegt að hann spili í sumar.
Emil var gestur í Dr. Football í dag en hann fagnar 39 ára afmæli sínu.
„Mér finnst það mjög ólíklegt,“ sagði Emil þegar hann var spurður út í það hvort hann væri að koma í FH.
Hann segir nánast ómögulegt að hann spili með öðru liði á Íslandi og í reynd að hann spili á Íslandi.
„Ólíklegt að ég spili með öðru liði á Íslandi, það er reyndar bara ólíklegt að ég spili á Íslandi. Ég ætla að mæta á æfingar með FH og halda mér í formi, svo er ég að skoða hvað ég geri.“
Emil hefur spilað með Virtus Verona í C deild á Ítalíu síðustu ár og möguleiki er á að hann verði þar áfram.
„Heldur betur, ég gæti gert the job. Ég er búinn að vera í mánaðar fríi en ef ég væri á miðju tímabili með Verona og yrði kallaður í landsleik. Ég gæti gert mitt job, ég hef fulla trú á sjálfum mér. Sá kafli er búinn,“ segir Emil.