Kyle Walker er óvænt orðaður við Liverpool í frétt Daily Mail í dag.
Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins ár eftir af samningi sínum við þrefalda meistara Manchester City og hefur verið orðaður frá félaginu.
Hefur Walker til að mynda verið orðaður við Sheffield United og Bayern Munchen.
Nú segir Daily Mail hins vegar að Liverpool gæti gert tilboð í hann.
Sjálfur vill Walker helst vera áfram hjá City en framtíðin er óljós.
Walker hefur verið á mála hjá City síðan 2017 og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu.