Inter Miami vonast til þess að Lionel Messi þreyti frumraun sína fyrir félagið þann 21 júní.
Inter Miami mætir þá Cruz Azul frá Mexíkó í Leagues Cup. Ódýrasti miðinn á þennan leik kostar nú 200 þúsund krónur vegna þess að búist við að Messi spili sinn fyrsta leik.
Messi ákvað á dögunum að semja við Inter Miami þegar samningur hans við PSG rann út.
Messi er í fullu fjöri með Argentínu og skoraði sitt fljótasta mark á ferlinum á dögunum í leik gegn Ástralíu.
Messi sagði eftir þann leik að hann ætlaði í gott sumarfrí áður en hann færi á fulla ferð í Bandaríkjunum.