Eins og flestir vita þá tapaði Ísland 1-0 gegn Portúgal í kvöld og er ekki í frábærum málum í riðli sínum í undankeppni EM.
Ísland er með aðeins þrjú stig eftir fjóra leiki en eini sigurinn kom gegn Liechtenstein og var sannfærandi, 7-0.
Portúgal, Slóvakía og Bosnía hafa öll unnið Ísland hingað til en næsta verkefni verður í september.
Við fengum þó ágætis fréttir í kvöld þar sem Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann Bosníu á útivelli, 2-0.
Ísland á eftir að spila við Lúxemborg úti sem og heima og gætu þar fengist sex stig með góðri frammistöðu.
Liechtenstein tapaði þá fjórða leik sínum í röð 1-0 gegn Slóvakíu og er án stiga og hefur ekki skorað mark.
Slóvakía er hins vegar með tíu stig eftir fjóra leiki og staða Íslands því ekki góð.