Knattspyrnusamband Mexíkó hafði afskaplega litla þolinmæði fyrir knattspyrnustjóranum Diego Cocca.
Mexíkó hefur ákveðið að láta Cocca fara eftir aðeins fjóra mánuði í starfi en hann var ráðinn stuttu eftir HM í Katar.
Mexíkó tapaði 3-0 gegn Bandaríkjunum í CONCACAF keppninni á föstudag þar sem Christian Pulisic skoraði tvennu.
Cocca tók við af Tata Martino eftir HM í Katar en Mexíkó þótti ekki standast væntingar í því móti.
Hann náði hins vegar ekki að sannfæra sambandið að um réttan mann væri að ræða og fékk hann sparkið eftir tapið á föstudag.