Hjörvar Hafliðason yfirmaður Viaplay á Íslandi ræddi við Cristiano Ronaldo fyrir æfingu Portúgals í gær.
Portúgal heimsækir Ísland í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli í kvöld.
Ronaldo leikur sinn 200 landsleik fyrir Portúgal í kvöld sem er magnað afrek en það telst ansi gott að ná 100 landsleikjum.
Hjörvar ræddi við Ronaldo um afrek sitt sem hann nær í kvöld en framherjinn er 38 ára gamall.
„Ég átti aldrei von á þessu að ég gæti spilað 200 landsleiki, ég er svo stoltur,“ sagði Ronaldo við Hjörvar.
Landsleikur Íslands og Portúgals er í opinni dagskrá á Viaplay í kvöld.
Caught up with @Cristiano – Another day, another Cristiano Ronaldo record(200).Interview in full on @ViaplaySportIS from 18:00 where I ask him about Cristiano Ronaldo the team player. People tend to forget that he has the highest number of assists in the @ChampionsLeague history. pic.twitter.com/AmzmS3BXPB
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2023