Quincy Promes, fyrrum landsliðsmaður Hollands, hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi.
Promes var dæmdur fyrir líkamsárás en hann stakk frænda sinn með hníf í hnéð. Atvikið átti sér stað árið 2020.,,
Promes er aðeins 31 árs gamall en hann á að baki 50 landsleiki fyrir Holland en er í dag búsettur í Rússlandi.
Promes er samningsbundinn Spartak Moskvu í landi en hann þarf einnig að greiða ættingja sínum sjö þúsund evrur í skaðabætur.
Vængmaðurinn hefur alltaf neitað sök og lét ekki sjá sig í réttarhöldum sem varð til þess að dómurinn varð þyngri.
Promes á einnig að baki leiki fyrir Ajax, Twente og Sevilla í evrópska boltanum.