Heung-Min Son er enn einn leikmaðurinn sem hefur verið boðinn risasamningur í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir.
Hinn þrítugi Son hefur verið algjör lykilmaður fyrir Tottenham undanfarin ár en átti reyndar ekki sitt besta tímabil í ár.
Samkvæmt ESPN hefur Al Ittihad í Sádi-Arabíu, félagið sem nú er með Karim Benzema og brátt N’Golo Kante innanborðs, boðið Son fjögurra ára samning.
Myndi sá samningur í heildina færa honum rúmar 100 milljónir punda, tæpa 18 milljarða íslenskra króna.
Son á tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham og er ólíklegt að félagið hlusti á tilboð í hann í sumar.
Félagið gæti verið að missa Harry Kane frá sér, en framherjinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.