Chelsea hefur staðfest að Christopher Nkunku sé formlega genginn í raðir félagsins.
Nkunku kemur frá RB Leipzig en löngu ljóst var að hann gengi í raðir Chelsea.
Lundúnafélagið greiðir Leipzig um 60 milljónir evra fyrir Nkunku og gerir leikmaðurinn sex ára samning.
Nkunku er 25 ára gamall og er uppalinn hjá Paris Saint-Germain. Kappinn átti ansi gott tímabil, skoraði 23 mörk og lagði upp níu í öllum keppnum.
„Ég er svo glaður. Félagið lagði mikið á sig til að fá mig og ég vil sýna stuðningsmönnum Chelsea hvað í mér býr,“ segir Nkunku um skiptin.
Nkunku is a Blue! 🔵 pic.twitter.com/NASfDOG0Xg
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 20, 2023