Íslenska karlalandsliðið tekur á móti Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld. Byrjunarliðin eru klár.
Ljóst er að verkefnið verður strembið fyrir íslenska liðið, sem er með bakið upp við vegg í riðlinum eftir töp gegn Bosníu-Hersegóvínu og Slóvakíu í undanriðlunum hingað til.
Cristiano Ronaldo er á sínum stað í portúgalska liðinu, en hann er að spila sinn 200. landsleik.
Roberto Martinez gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu.
Byrjunarlið Portúgals
Costa
Pepe
Dias
Pereira
Cancelo
Bernardo Silva
Neves
Fernandes
Dalot
Ronaldo
Leao