Age Hareide landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Slóvakíu á laugardag. Íslenska liðið mætir Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld.
Arnór Ingvi Traustason kemur inn í byrjunarliðið á kostnað Alfons Sampsted frá síðasta leik.
Með því færist Guðlaugur Victor Pálsson í hjarta varnarinnar, Valgeir Lunddal verður hægri bakvörður og Hörður Björgvin Magnússon vinstri bakvörður.
Arnór Ingvi er á tveggja manna miðju með Jóhanni Berg Guðmundssyni sem er jafnframt fyrirliði liðsins. Aron Einar Gunnarsson er áfram frá vegna meiðsla.
Byrjunarliðið:
Rúnar Alex Rúnarsson
Valgeir Lunddal
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Willum Þór Willumsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Alfreð Finnbogason