Viðræður Inter Miami við Sergio Busquets eru á lokastigi og er leikmaðurinn við það að ganga í raðir félagsins.
Þessi reynslumikli leikmaður er að verða samningslaus hjá Barcelona, þar sem hann er uppalinn og hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
Nú er kominn tími á næstu áskorun og er Busquets að verða liðsfélagi Lionel Messi hjá spennandi liði Inter Miami í MLS-deildinni vestan hafs.
Inter Miami, sem er í eigu David Beckham, vonast til að landa enn einni goðsögn Barcelona á næstunni þar sem Jordi Alba er á óskalista félagsins.
Inter Miami are discussing final details of the contract with Sergio Busquets — as they hope to sign Spanish midfielder in the next days while he also god two bids from Saudi. 🇺🇸 #transfers
Jordi Alba also remains in negotiations with Inter Miami. pic.twitter.com/lo9UIJKmuu
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 19, 2023