Eden Hazard veit ekki hvar framtíð hans liggur eða hvort hann sé að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall.
Hazard var um tíma einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar er hann lék með Chelsea og samdi svo við Real Madrid árið 2019.
Þar gekk ekkert upp hjá Belganum en meiðsli spiluðu þar stórt hlutverk og er hann í dag án félags.
Belginn er talinn vera að leggja skóna á hilluna en hann neitaði að staðfesta það í samtali við RTBF.
,,Mín framtíð? Eins og staðan er þá er ég bara ekki viss,“ sagði Hazard sem er 32 ára gamall.
,,Eftir þrjú erfið ár þá vil ég eyða tíma með fjölskyldunni og fara í frí. Við sjáum hvað gerist. Ég er viss um að ég sé enn með það sem þarf til að vera atvinnumaður í fótbolta en á sama tíma hef ég verið að hvíla mig í tvö eða þrjú ár. Ég er enn með orku!“