Viðræður milli Arsenal og West Ham halda áfram vegna Declan Rice. Sky Sports segir rá.
West Ham hafnaði 90 milljóna punda tilboði Arsenal í dag en viðræður halda áfram.
Rice er spenntur fyrir því að fara til Arsenal en West Ham veit af áhuga Manchester City og neitar að lækka verðmiðann.
West Ham hefur látið það koma fram að félagið muni aldrei taka tilboði sem er undir 100 milljónir punda.
West Ham er búið að hafna tveimur tilboðum frá Arsenal í Rice en það þriðja gæti komið á næstu dögum.