Albert Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins var að vonum svekktur með naumt tap gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í blálokin.
„Þetta er hundfúllt,“ segir Albert við 433.is.
Liðið getur þó verið sátt með frammistöðuna.
„Við vorum auðvitað minna með boltann en Portúgal er með frábæra fótboltamenn og við vissum að leikurinn myndi þróast þannig. Eftir alla þessa erfiðisvinnu var kjaftshögg að fá markið í andlitið á 90. mínútu.“
Það var mikil rangstöðulykt af marki Ronaldo og var það upphaflega dæmt af. VAR steig greip inn í.
„Ég er búinn að sjá einhverja mynd og mér skilst að þetta hafi verið tæpt.“
Albert er ánægður með fyrstu leiki landsliðsins undir stjórn Age Hareide.
„Mér finnst hann vera að koma með góða hluti inn í liðið og þrátt fyrir núll stig í þessum glugga finnst mér við hafa verið með tvær góðar frammistöður og vonandi getum við byggt ofan á það.“
Albert átti afar gott tímabil með Genoa og hefur meðal annars verið orðaður við AC Milan. Fer hann annað í sumar?
„Það gæti gerst. Ég fer út til Genoa í lok mánaðar og ræða það við liðið. Svo sjáum við hvað gerist.